Fréttir

Ögmundur Kristinsson skákmeistari GRAFÍU 2017

2 jan. 2018

Skákmót GRAFÍU var haldið fimmtudaginn 23. nóvember. Átta þátttakendur mættu til leiks. Ögmundur Kristinsson sigraði mótið með 13 ½ vinning af 14 mögulegum. Í öðru sæti var Atli Jóhann Leósson með 11 vinninga og í þriðja sæti Georg Páll Skúlason með 10 ½ vinning. Ögmundur Kristinsson er skákmeistari GRAFÍU. Tefldar voru 5 mínútna skákir allir við alla tvöföld umferð.

F.v. Georg Páll Skúlason, Atli Jóhann Leósson og Ögmundur Kristinsson.

Til baka

Póstlisti