Guðjón og Kristján sigruðu Bridgemót GRAFÍU 2017
2 jan. 2018
Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson sigruðu í tvímenningskeppni GRAFÍU sem haldin var laugardaginn 9. desember.
Sex pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á Bridgehátíð Bridgesambands Íslands og einnig voru veitt bókaverðlaun.
Í fyrsta sæti urðu Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson með 71 stig jafnmörg og parið í öðru sæti en betra innbyrgðis skor, í öðru sæti Sigurður Sigurjónsson og Guðni Ingvarsson með 71 stig og í þriðja sæti Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson með 59 stig. Spilastjóri var Rúnar Gunnarsson.
F.v. Rúnar Gunnarsson, Ísak Örn Sigurðsson, Guðni Ingvarsson, Sigurður Sigurjónsson, Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson.