Félag Bókagerðamanna - page 69

Samningur SA og FBM
69
2.2. Stjórn Prenttæknistofnunar er ábyrg fyrir skipulagi og framkvæmd
námsskeiða, ákveður efnisval og leiðbeinendur hverju sinni, þátttakenda-
fjölda, námsskeiðsgjöld og annað slíkt.
2.3. Stjórn Prenttæknistofnunar er ábyrg fyrir fjárreiðum stofnunarinnar og að
farið sé eftir þeim reglum sem Prenttæknisjóði verða settar.
2.4. Stjórn Prenttæknistofnunar ræður framkvæmdastjóra sem stjórnar í
umboði stjórnarinnar.
3. Prenttæknisjóður
Prenttæknisjóður fjármagnar rekstur Prenttæknistofnunar. Stofnendur
Prenttæknisjóðs eru FBM og FÍP. Þessi félög leggja fram greiðslur í
stofnsjóð samkvæmt nánara samkomulagi. Framlögin eru óafturkræf og
eru fyrst og fremst ætluð til öflunar húsnæðis fyrir stofnunina.
3.1. Rekstrartekjur sjóðsins eru 1% framlag, sem greitt er ofan á öll laun
starfsmanna með aðild að FBM. Gjaldið greiðist mánaðarlega.
(Skilyrði er að FBM falli frá 0,5% launahækkun, sem koma á til fram-
kvæmda 1. júní 1991, þannig að launahækkunin þá verði 1,5% í stað
2%.)
3.2. Stjórn Prenttæknistofnunar hefur ein ráðstöfunarrétt á Prent-
tæknisjóðnum, tekjum hans og eignum. Hún framkvæmir í umboði félaga
sinna og er ábyrg gagnvart þeim.
4. Námskeiðahald
Námskeið skulu haldin fyrir starfsfólk í prentiðnaði. Einnig er stjórn
stofnunarinnar heimilt að selja námskeið til annarra. Þeir aðilar sem ekki
eiga aðild að Prenttæknistofnun, en sækja námskeið þar, greiða viðbót-
argjald eftir nánari ákvörðun stjórnar Prenttæknistofnunar.
5. Slit
Verði slit á samstarfinu verður eignum Prenttæknistofnunar og
Prenttæknisjóðs skipt jafnt á milli FBM og FÍP.
6. Gildistaka.
Samningur þessi tekur gildi 1. júlí 1991. Af honum eru gerð tvö samhljóða eintök og
heldur hvor aðili sínu.
Reykjavík 6. maí 1991.
F.h. Félags íslenska prentiðnaðarins,
F.h. Félags bókagerðarmanna,
Örn Jóhannsson.
Þórir Guðjónsson.
Samtök iðnaðarins tóku yfir skyldur og rétt FÍP þann 1. janúar 1994, þegar
FÍP sameinaðist öðrum samtökum í iðnaði og Samtök iðnaðarins voru stofnuð.
1...,59,60,61,62,63,64,65,66,67,68 70,71
Powered by FlippingBook