Félag Bókagerðamanna - page 47

Samningur SA og FBM
47
11. KAFLI
Fyrirtækjaþáttur
kjarasamninga
11.1. Markmið
Markmið fyrirtækjaþáttar kjarasamnings er að efla samstarf
starfsfólks og stjórnenda á vinnustað með það fyrir augum að
skapa forsendur fyrir bættum kjörum starfsfólks með aukinni
framleiðni.
Markmiðið er að þróa kjarasamninga þannig að þeir nýtist
báðum aðilum til aukins ávinnings. M.a. er stefnt að styttri
vinnutíma með sömu eða meiri framleiðslu. Við það skal ávallt
miðað að skilgreindur ávinningur skiptist milli starfsmanna og
fyrirtækis eftir skýrum forsendum.
11.2. Viðræðuheimild
Að jafnaði taki fyrirtækjaþáttur til allra starfsmanna sem
kjarasamningur FBM tekur til.
Viðræður um fyrirtækjaþátt fara fram undir friðarskyldu
almennra kjarasamninga og skulu teknar upp með samkomu-
lagi beggja aðila. Þá komi skriflega fram til hverra
samningnum sé ætlað að ná.
Þegar viðræður hafa verið ákveðnar ber að tilkynna það FBM
og SI Heimilt er báðum aðilum, starfsmönnum og forsvars-
mönnum fyrirtækis að leita ráðgjafar hjá samningsaðilum
kjarasamnings. Þeir geta hvor um sig eða í sameiningu
ákveðið að kalla hvor sinn fulltrúa til ráðuneytis við samnings-
gerð.
11.3. Fulltrúar starfsmanna
– forsvar í viðræðum
Trúnaðarmaður skal láta fara fram kosningu um tvo til fimm
menn til viðbótar í samninganefnd eftir fjölda starfsmanna.
Trúnaðarmaður skal vera í forsvari fyrir samninganefnd að
öðru jöfnu.
Samninganefnd skal tryggður eðlilegur tími til að sinna
undirbúningi og samningsgerð í vinnutíma í samráði við
yfirmann eða vinnuveitanda. Ennfremur skulu samningamenn
1...,37,38,39,40,41,42,43,44,45,46 48,49,50,51,52,53,54,55,56,57,...71
Powered by FlippingBook