Félag Bókagerðamanna - page 45

Samningur SA og FBM
45
10. KAFLI
Samningsforsendur
Sérstök forsendunefnd skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af
samninganefnd aðildarsamtaka ASÍ og tveimur af SA skal taka
þegar til starfa. Hún skal fjalla um þróun kjara-, efnahags-,
atvinnu- og félagsmála á samningstímanum og eftir atvikum
leita eftir samstarfi við stjórnvöld, í því skyni að stuðla að því
að markmið samnings þessa um að auka hagvöxt, skapa störf,
auka jafnvægi í efnahags- og atvinnulífi milli einstakra greina,
lága verðbólgu og aukinn kaupmátt nái fram að ganga.
Frá undirritun þessa samnings og til 21.6. 2011, skal nefndin
sérstaklega fjalla um forsendur gildistöku þessa samnings. Til
þess að samningurinn taki gildi þann 22. júní þurfa þær
stjórnvaldsákvarðanir og lagabreytingar sem heitið er í
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hafa náð fram að ganga fyrir
þann tíma.
Í byrjun janúar 2012 skal nefndin fjalla sérstaklega um
forsendur samningsins fyrir tímabilið 1. mars 2011 til 31.
desember 2011. Samningurinn heldur gildi sínu til 31. janúar
2014 hafi forsendur staðist.
Í byrjun janúar 2013 skal nefndin fjalla sérstaklega um
forsendur samningsins fyrir tímabilið 1. febrúar 2012 til 31.
desember 2012. Samningurinn heldur gildi sínu til 31. janúar
2014 hafi forsendur staðist.
Forsendur samningsins eru:
1. Kaupmáttur launa hafi aukist á tímabilinu desember 2010 –
desember 2011 og á tímabilinu desember 2011 - desember
2012 samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands.
2. Verðlag haldist stöðugt á samningstímanum og að
verðbólga verði innan við 2,5% í desember 2012 m.v. sl. 12
mánuði.
3. Að gengi krónunnar styrkist marktækt frá gildistöku
samningsins til loka árs 2011 og að gengisvísitala íslensku
krónunnar verði innan við gildið 190 í desember 2012, miðað
við meðalgengi Seðlabanka Íslands (þröng viðskiptavog).
4. Að stjórnvöld hafi staðið við gefin fyrirheit í efnahags-,
atvinnu-, og félagsmálum, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í
tengslum við kjarasamning þennan.
Fari svo að ofangreindar forsendur standist ekki skal kalla
saman fund samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ og
1...,35,36,37,38,39,40,41,42,43,44 46,47,48,49,50,51,52,53,54,55,...71
Powered by FlippingBook