Félag Bókagerðamanna - page 20

20
Samningur SA og FBM
Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfs-
manna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til launa í
þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar
bónus-, álags-, og aukagreiðslur, sem falla til innan ofan-
greinds vinnutíma.
Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og
endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu
sambandi.
2.2.
Launabreytingar á samningstíma
*
2.2.1.
Almenn launahækkun
Almenn launahækkun á samningstímabilinu er sem hér segir:
1. júní 2011:
4,25%
1. febrúar 2012: 3,5%
1. febrúar 2013: 3,25%
Aðrir kjaratengdir liðir taka sömu breytingum hlutfallslega á
sömu dagsetningum, nema um annað hafi samist.
2.3.
Desember- og orlofsuppbót
2.3.1.
Desemberuppbót
Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðið við fullt starf er:
Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er
Kr. 48.800 árið 2011 auk sérstaks álags kr. 15.000,
kr. 50.500 árið 2012,
kr. 52.100 árið 2013.
Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað
við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið
hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12
mánuðum eða eru í starfi 1. desember. Heimilt er með
samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1.
desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.
Desemberuppbót innifelur orlof, er föst talar og tekur ekki
breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót
skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga
uppbótarinnar.
1...,10,11,12,13,14,15,16,17,18,19 21,22,23,24,25,26,27,28,29,30,...71
Powered by FlippingBook