Félag Bókagerðamanna - page 21

Samningur SA og FBM
21
2.3.2.
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við
fullt starf er:
Kr. 26.900 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2011 auk sérstaks
álags kr. 10.000,
kr. 27.800 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2012,
kr. 28.700 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2013.
Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og
starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa
samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12
mánuðum m.v. 30. maí eða eru í starfi 1. maí.
Orlofsuppbót innifelur orlof, eru föst tala og tekur ekki
breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera
upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótar-
innar.
2.3.3.
Fjarvistir vegna fæðingarorlofs eða þegar kona þarf af
öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma.
Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir
vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning
desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir ef kona þarf að
öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr.
reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á
vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið
barn eða hafa barn á brjósti.
2.4.
Nemar
Sjá 3. kafla.
2.5.
Hlaupavinnumenn
Tímakaup hlaupavinnumanna skal vera 3% af viðkomandi
vikukaupi. Sjá nánar um hlaupavinnumenn í gr. 6.4. og 8.7.
2.6.
Álag
Komi til þess að einn prentari þurfi að sinna tveim prentvélum
samtímis, skal hann fá greidd laun með 12% álagi á við-
komandi taxta skv. grein 2.1.
1...,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20 22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,...71
Powered by FlippingBook