Félag Bókagerðamanna - page 15

Samningur SA og FBM
15
c. Hvers konar starfsemi er um að ræða og hverjir eru
samkeppnisaðilar á þeim markaði sem fyrirtækið starfar
og þekking starfsmanns nær til.
d. Að atvinnufrelsi starfsmanns sé ekki skert með ósann-
gjörnum hætti.
e. Að samkeppnisákvæðið sé afmarkað og hnitmiðað í því
skyni að vernda ákveðna samkeppnishagsmuni.
f. Þá hefur einnig áhrif hvaða umbun starfsmaður fær, t.d.
hver laun hans eru.
Samkeppnisákvæði ráðningarsamninga gilda ekki sé starfs-
manni sagt upp störfum án þess að hann hafi sjálfur gefið
nægilega ástæðu til þess.
1.12. Laun í erlendum gjaldmiðli
Heimilt er að greiða hluta fastra mánaðalauna í erlendum
gjaldmiðli eða tengja hluta fastra mánaðalauna við gengi
erlends gjaldmiðils með samkomulagi starfsmanns og atvinnu-
rekanda. Miða skal við sölugengi gjaldmiðilsins á þeim degi
(samningsdegi) sem samkomulag starfsmanns og
atvinnurekanda er gert.
Föst mánaðarlaun skal reikna og setja fram á launaseðli á
eftirfarandi hátt:
1.
Föst mánaðarlaun í íslenskum krónum á samningsdegi.
2.
Til frádráttar kemur sú krónutala sem samkomulag er um
að greiða í erlendum gjaldmiðli eða tengja við gengi
erlends gjaldmiðils á samningsdegi.
3.
Hluti fastra mánaðarlauna sem er greiddur eða tengdur
erlendum gjaldmiðli (sbr. lið 2), reiknaður í íslenskum
krónum á sölugengi erlenda gjaldmiðilsins þremur
viðskiptadögum fyrir útborgunardag.
Samtala 1.-3. getur þó aldrei orðið lægri en sá lágmarkstaxti
kjarasamnings sem gildir fyrir viðkomandi starfsgrein.
Samtala 1.-3. myndar stofn til greiðslu opinberra gjalda og
iðgjalda skv. kjarasamningi, s.s. í lífeyris-, félags-, sjúkra-,
endurhæfingar-, orlofsheimila- og endurmenntunarsjóði.
Starfsmanni og atvinnurekanda er heimilt að semja um að
yfirvinna, vaktaálög, bónusar og aðrar greiðslur verði gerðar
upp að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldmiðli.
1...,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14 16,17,18,19,20,21,22,23,24,25,...71
Powered by FlippingBook