Félag Bókagerðamanna - page 12

12
Samningur SA og FBM
fylgiskjal og telst hluti hans. Framangreind ákvæði eru til
fyllingar 13. gr. þess samnings.
1.5.
Helgi- og stórhátíðardagar
1.5.1.
Helgidagar eru:
Skírdagur
Annar í páskum
Sumardagurinn fyrsti
1. maí
Uppstigningardagur
Annar í hvítasunnu
Frídagur verslunarmanna
Aðfangadagur jóla frá kl. 07:00 til kl. 12:00
Annar í jólum
Gamlársdagur frá kl. 07:00 til kl. 12:00
1.5.2.
Stórhátíðadagar eru:
Nýársdagur
Föstudagurinn langi
Páskadagur
Hvítasunnudagur
17. júní
Aðfangadagur jóla eftir kl. 12:00
Jóladagur
Gamlársdagur eftir kl. 12:00
Helgi- og stórhátíðardagar skerða ekki hið fasta vikukaup.
1.6.
Vanræktar vinnustundir
Starfsfólki er skylt að vera við vinnu sína allan vinnutímann og
afgreiða verk sitt vel og vandlega.
Nú er starfsmaður oftsinnis fjarverandi frá verki sínu í leyfis-
leysi, hálfan dag eða meira, og má þá fara með hann sem
hlaupavinnumann, skv. grein 8.7.
1.7.
Frádráttur af kaupi
Draga má af kaupi starfsfólks að tiltölu við kaup þess fyrir
hverja vanrækta vinnustund að óþörfu af hinum umsamda 8
stunda vinnudegi með 100% álagi miðað við 40 stunda
vinnuviku, ef um hálfa stund eða meira er að ræða á viku.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...71
Powered by FlippingBook