Félag Bókagerðamanna - page 11

Samningur SA og FBM
11
hvíldardegi er greitt fyrir unninn tíma auk þess sem frítöku-
réttur reiknast skv. 2. mgr.
Framangreind ákvæði eiga þó ekki við á skipulegum vakta-
skiptum en þá er heimilt að stytta hvíldartíma í allt að átta
klst. og þá án sérstakra greiðslna.
Uppsafnaður frítökuréttur skv. framangreindu skal koma fram
á launaseðli og veittur í hálfum og heilum dögum utan
annatíma í starfsemi fyrirtækis í samráði við starfsmenn enda
séu uppsafnaður frítökuréttur a.m.k. fjórar klst. Við starfslok
skal ónýttur frítökuréttur starfsmanns gerður upp og teljast
hluti ráðningartíma.
Án samþykkis starfsmanns er óheimilt að skipuleggja vinnu
þannig, að uppsafnaður frítökuréttur sé tekinn út á tímum
þegar starfsmaður er á ferðalögum á vegum atvinnurekanda
eða við störf fjarri heimili/aðsetri nema í eðlilegu framhaldi
söfnunar.
1.4.3.
Vikulegur frídagur.
Á hverju sjö daga tímabili skal starfsmaður hafa a.m.k. einn
vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma og
skal við það miðað að vikan hefjist á mánudegi.
1.4.4.
Frestun á vikulegum frídegi.
Þegar ekki er unnið í vaktavinnu skal almennt miða við að
vikulegur frídagur sé á sunnudegi og að allir þeir sem starfa
hjá sama fyrirtæki eða á sama fasta vinnustað fái frí á þeim
degi.
Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að fresta viku-
legum frídegi þannig að í stað vikulegs frídags komi tveir sam-
felldir frídagar á tveim vikum. Töku frídaga má haga þannig að
þeir séu teknir aðra hverja helgi (laugardag og sunnudag).
Falli frídagar á virka daga vegna ófyrirséðra orsaka skerðir það
ekki rétt starfsmanns til fastra launa og vaktaálags.
Þurfi starfsmaður að ósk fyrirtækis að ferðast milli landa á
ólaunuðum frídögum, skal hann þegar heim er komið fá frí
sem samsvarar 8 dagvinnuklukkustundum fyrir hvern frídag
sem þannig glatast, enda hafi ekki verið tekið tillit til þess við
ákvörðun launa. Um töku þessara frídaga fer með sama hætti
og ákveðið er í kaflanum um lágmarkshvíld og frítöku.
1.4.5.
Hlé.
Hvað varðar gildissvið, hvíldartíma, vinnuhlé og fleira vísast til
samnings ASÍ og SA frá 30. desember 1996 um ákveðna þætti
er varða skipulag vinnutíma og fylgir samningi þessum sem
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10 12,13,14,15,16,17,18,19,20,21,...71
Powered by FlippingBook