Félag Bókagerðamanna - page 10

10
Samningur SA og FBM
unnið er lengur en til kl. 19:00 án kvöldmatartíma, reiknast
tilsvarandi tími sem unninn með yfirvinnukaupi. Sama gildir
um kaffitíma.
1.3.2
Frí í stað yfirvinnu
Heimilt er með samkomulagi milli starfsmanns og
vinnuveitanda að greiða fyrir störf, sem unnin eru á
yfirvinnutímabili, með fríum á dagvinnutímabili. Heimilt er að
viðhafa tvenns konar fyrirkomulag, safna vinnustundum í
yfirvinnu og greiða út yfirvinnuálagið (mismun dagvinnu- og
yfirvinnutímakaups) næsta útborgunardag eða breyta
yfirvinnutímum þannig að ein klukkustund í yfirvinnu jafngildir
1,8 klst. í dagvinnu (4,44 klukkustundir í yfirvinnu jafngilda 8
klukkustundum í dagvinnu). Uppsafnaðir frítímar skv.
framangreindu skulu veittir í hálfum og heilum dögum utan
annatíma í starfsemi fyrirtækis í samráði við starfsmann.
1.4.
Lágmarkshvíld
1.4.1.
Daglegur hvíldartími.
Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað
frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda
hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins
milli kl. 23:00 til 06:00.
Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari
umfram 13 klst.
1.4.2.
Frávik og frítökuréttur.
Við sérstakar aðstæður, þegar bjarga þarf verðmætum, má
lengja vinnulotu í allt að 16 klst. og skal þá undantekningar-
laust veita 11 klst. hvíld í beinu framhaldi af vinnunni án
skerðingar á rétti til fastra daglauna.
Þegar sérstakar aðstæður gera það óhjákvæmilegt að víkja frá
daglegum hvíldartíma, skv. heimild í vinnutímasamningi
ASÍ/VSÍ frá 30. desember 1996, gildir eftirfarandi: Séu starfs-
menn sérstaklega beðnir að mæta til vinnu áður en 11 klst.
hvíld er náð er heimilt að fresta hvíldinni og veita síðar, þannig
að frítökuréttur, 1,5 klst. (dagvinnutímakaup), safnist upp fyrir
hverja klst. sem hvíldin skerðist. Heimilt er að greiða út ½
klst. (dagvinnutímakaup) af frítökuréttinum óski starfsmaður
þess. Í öllum tilfellum er óheimilt að skerða átta klst.
samfellda hvíld.
Vinni starfsmaður það lengi á undan hvíldardegi að ekki náist
11 stunda hvíld miðað við venjubundið upphaf vinnudags
reiknast frítökuréttur skv. 2. mgr. Komi starfsmaður til vinnu á
1,2,3,4,5,6,7,8,9 11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,...71
Powered by FlippingBook