Félag Bókagerðamanna - page 7

Samningur SA og FBM
7
1. KAFLI
Vinnutilhögun
1.1.
Dagvinnutími
Vinnutími er 8 stundir á dag, eða 40 stundir á viku, að með-
töldum kaffitímum, en 7 klukkustundir og 25 mínútur á dag,
eða 37 klst. og 5 mínútur á viku unnar dagvinnustundir, að
kaffitímum frátöldum. Dagvinnutímabilið er frá kl. 08:00 til kl.
17:00.
Matartími er á tímabilinu frá kl. 12:00 til kl. 13:00, hálf eða ein
klst., eftir frjálsu samkomulagi á sama vinnustað. Matartími
telst ekki til vinnutíma.
Frjálst er að semja um lengd og fjölda kaffitíma á hverjum
vinnustað. Lágmarkskaffitími á vinnustað er 10 mínútur, en
hámark tveir kaffitímar samtals 35 mínútur.
Dagvinnu lýkur að lokinni vinnu í 7 klst. og 25 mínútur, fyrir
utan kaffitíma, en á hvaða tíma dagsins henni lýkur fer eftir
samkomulagi um lengd kaffitíma og matartíma.
Sé það vilji meirihluta starfsmanna fyrirtækis að neyta
hádegisverðar á vinnustað, skal það heimilt í samráði við
framkvæmdastjóra, enda sé þá fyrir hendi aðstaða til þess, að
dómi heilbrigðisyfirvalda. Það er vilji beggja samningsaðila að
stuðla að því eftir föngum, að í fyrirtækjum verði séð fyrir
þessu, eftir því sem ástæður leyfa.
Þar sem þetta fyrirkomulag er haft og matartími er hálf
klukkustund, er heimilt, skv. ósk meirihluta starfsfólks og í
samráði við framkvæmdastjóra fyrirtækis, að kaffitímar falli
niður og dagvinnu ljúki fyrr sem því nemur. Fari starfsmaður
út af vinnustað í matarhléi, er honum skylt að stimpla sig við
brottför og komu. Hvers konar neysla önnur en að framan
greinir er bönnuð á vinnustað.
Um lengd neysluhléa um helgar fer með sama hætti og virka
daga.
1.2.
Vaktavinna
1.2.1.
Ákveða má með samkomulagi við starfsmann að hann vinni á
vöktum. Um upptöku vakta, slit og breytingar fer þá skv. gr.
1.2.2. Í samkomulaginu skal gerð grein fyrir meginatriðum
vaktafyrirkomulags sem fyrir hendi er eða kann að vera tekið
upp í fyrirtækinu.
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...71
Powered by FlippingBook