Félag Bókagerðamanna - page 9

Samningur SA og FBM
9
1.2.6.
Vinnuskylda vaktavinnustarfsmanna í fullu starfi er 173,33
stundir á mánuði og reiknast á eftirfarandi hátt:
Á tímabilinu 07:00 – 17:00 telst hver unnin stund jafngilda
einni stund.
Á tímabilinu 17:00 – 24:00 telst hver unnin stund jafngilda
1,14 stundum.
Á tímabilinu 00:00 – 07:00 telst hver unnin stund jafngilda
1,33 stundum.
Fyrir vinnu umfram 40 stundir að meðaltali á viku (að teknu
tilliti til reiknistuðla) er greitt yfirvinnutímakaup fyrir unninn
tíma skv. launatöflu samningsins.
1.2.7.
Hvað varðar reglubundna vaktavinnu um helgar gilda sömu
reglur og um vaktir virka daga hvað lengd varðar.
1.2.8.
Frí vegna vakta á helgi- og stórhátíðardögum (skv. gr. 1.5.)
Þegar vaktir á helgi- eða stórhátíðardögum falla á mánudaga
til föstudaga, að hluta eða heild, öðlast starfsmenn frí sem
nemur þeim fjölda stunda sem unnar eru á þeim tíma. Nota
skal reiknistuðul í gr. 1.2.6. við útreikning frítökuréttarins.
1.2.9.
Greidd neysluhlé sem teljast til vinnutíma:
Á 6 klst. vakt 1 neysluhlé 20 mín.
Á 7 klst. vakt 1 neysluhlé 30 mín.
Á 8 klst. vakt 1 neysluhlé 35 mín.
Á 9 klst. vakt 1 – 2 neysluhlé, samtals 40 mín.
Á 10 til 12 klst vakt 2 neysluhlé, samtals 45 mín.
1.2.10.
Við vinnuskipti á þeim tíma sólarhrings sem almenningsvagnar
ganga ekki skal starfsmönnum greitt 1½ startgjald leigu-
bifreiða (hver ferð).
1.3.
Yfirvinna
Yfirvinna telst aðeins það, sem unnið er umfram fullan
vinnutíma. Ef yfirvinna er nauðsynleg, þá skal hún að jafnaði
unnin af þeim, er gegndi starfinu, en ella sé henni jafnað niður
á starfsmenn. Þó má taka nemendur til hjálpar, ef brýn
nauðsyn krefur.
Þar sem föst vaktaskipti eru viðhöfð og dagvaktarmaður
vinnur heila kvöldvakt í yfirvinnu skal hann fá sama yfir-
vinnukaup og kvöldvaktarmaður, sem vinnur 8 klst. í yfirvinnu
á dagvakt.
1.3.1.
Sé unnin yfirvinna lengur en til kl. 19:00, skal vera matarhlé
kl. 19:00 til kl. 19:30 og kaffihlé kl. 22:00 til kl. 22:10. Ef
1,2,3,4,5,6,7,8 10,11,12,13,14,15,16,17,18,19,...71
Powered by FlippingBook