Félag Bókagerðamanna - page 8

8
Samningur SA og FBM
Einnig er heimilt með samkomulagi við hlutaðeigandi starfs-
mannahóp á vinnustað að taka upp vaktir. Um upptöku, slit og
breytingar á vöktum fer skv. gr. 1.2.2.
1.2.2.
Upptaka vakta skal tilkynnt með 3ja daga fyrirvara eigi vaktir
að standa í ½ til 1 mánuð en með viku fyrirvara eigi vaktir að
standa í 1 til 6 mánuði. Sé fyrirhugað að vaktir standi lengur
en í 6 mánuði er fyrirvari 2 vikur.
Slit og breytingar á vöktum skal tilkynna með 3ja daga
fyrirvara hafi þær staðið skemur en 1 mánuð en með viku
fyrirvara hafi þær staðið í 1 til 9 mánuði. Hafi vaktir staðið
lengur en 9 mánuði skal tilkynna um slit og breytingar með
eins mánaðar fyrirvara.
Ef um breytingar er að ræða á vaktafyrirkomulagi viðkomandi
starfsmanns / starfsmanna, umfram það sem samkomulag
skv. gr. 1.2.1. gerir ráð fyrir, skal það borið undir starfsmann
eða hlutaðeigandi starfsmenn til samþykktar.
1.2.3.
Þegar unnið er á tví- eða þrískiptum vöktum er greitt jafnaðar-
vaktaálag:
20% fyrir vaktir mán. – fös. á tímabilinu 07:00 – 24:00.
22% fyrir vaktir mán. – fös. allan sólarhringinn.
24% fyrir vaktir 7 daga vikunnar á tímabilinu 07:00 – 24:00.
27% fyrir vaktir 7 daga vikunnar allan sólarhringinn.
Fyrir vinnu á stórhátíðum skv. gr. 1.5.2. er greitt 30% álag á
föst dagvinnulaun (með jafnaðarálagi) fyrir hverja unna stund.
1.2.4.
Ef starfsmaður er ráðinn beint í vaktavinnu er heimilt að
ákveða vaktir á eftirfarandi tímabilum, náist ekki samkomulag
við starfsmann / starfsmenn um annað:
Dagvaktatímabil frá:
kl. 07:00 til kl. 17:00.
Millivakt er frá:
kl. 13:00 til kl. 20:00.
Kvöldvakt er frá:
kl. 17:00 til kl. 24:00.
Næturvakt er frá:
kl. 24:00 til kl. 06:00.
Breytingar á vöktum skulu tilkynntar með eins mánaðar
fyrirvara.
1.2.5.
Ef vaktavinna er ávallt eða að verulegum hluta á sama tíma
sólarhringsins er greitt álag á dagvinnutímakaup á þann hluta
40 stunda vinnuskyldu að meðaltali á viku, sem fellur utan
tímabilsins kl. 07:00 - kl. 17:00 mánudaga til föstudaga:
33% frá kl. 17:00 til kl. 24:00 mánudaga til föstudaga
45% frá kl. 00:00 til kl. 07:00 alla daga svo og um helgar og á
helgidögum, öðrum en stórhátíðardögum
90% á stórhátíðardögum skv. gr. 1.5.2.
1,2,3,4,5,6,7 9,10,11,12,13,14,15,16,17,18,...71
Powered by FlippingBook