Skrifstofustarf
8 okt. 2012
Rafiðnaðarsamband Íslands, MATVÍS og Félag bókagerðarmanna auglýsa eftir starfsmanni á skrifstofu félaganna. Um fjölbreytt og áhugavert starf er að ræða. Vinnutími frá 8 – 16, æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið
Símsvörun og móttaka
Upplýsingagjöf vegna m.a. kjarasamninga
Umsjón með útleigu orlofshúsa
Skjalavarsla og bréfaskriftir
Skráning iðgjaldaskýrslna
Ýmis tilfallandi skrifstofustörf
Hæfniskröfur:
Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
Góð tölvukunnátta
Góð íslenskukunnátta skilyrði
Góð enskukunnátta og kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Góðir samskiptahæfileikar, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is). Umsóknarfrestur er til og með 11. október nk. Sjá auglýsingu Rafidn_Matvis 1.pdf
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga.