Kjarasamningur GRAFÍU og FA/SÍA vegna grafískra hönnuða – atkvæðagreiðsla hefst í dag 29. maí
29 maí. 2019
Kjarasamningur milli GRAFÍU og Félags atvinnurekenda-Sambands íslenskra auglýsingastofa var undirritaður 21. maí s.l. Kjarasamningurinn er byggður á kjarasamningi GRAFÍU við SA þar sem sömu almennu launahækkanir eru og samningurinn með sama gildistíma. Á samningstímanum hækka kauptaxtar sérstaklega og vinnutími styttist um klukkustund á viku eða 4 klst. á mánuði frá 1. apríl 2020. Nánari upplýsingar í kjarasamningi og kynningu hér meðfylgjandi.
Samningurinn fer í kynningu meðal grafískra hönnuða sem starfa eftir samningnum en atkvæðagreiðsla hefst miðvikudaginn 29. maí og lýkur kl. 12 á hádegi föstudaginn 14. júní 2019.
Fundur verður með Grafískum hönnuðum vegna kjarasamnings milli GRAFÍU og Félags atvinnurekenda/Sambands íslenskra auglýsingastofa, þriðjudaginn 28. maí nk. kl 12.00
Sjá upplýsingar hér fyrir neðan um fund og kjarasamning sem unirritaður var þann 21. maí sl.
Samninganefnd GRAFÍU var skipuð Georgi Páli Skúlasyni formanni GRAFÍU, Hrönn Magnúsdóttur og Grétu Ösp Jóhannesdóttur grafískum hönnuðum. Samninganefnd FA/SÍA var skipuð Ólafi Stephensen, Agnar Tr. Lemacks framkvæmdastjóra J & L og Jónatan Hróbjartssyni lögfræðingi FA.
Samningur milli GRAFÍU og FA/SÍA
Hér undirrita Georg Páll Skúlason og Ólafur Stefphensen framkvæmdastjóri FA samninginn.