Fréttir

Kjarasamningar undirritaðir hjá iðnaðar- og verslunarmönnum

13 des. 2022

Samflot iðn- og tæknifólks, VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. nóvember 2022 og rennur út 31. janúar 2024.

Samningurinn felur í sér umtalsverðar kjarabætur. Frá og með 1. nóvember 2022 hækka mánaðarlaun um 6,75% en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin felur í sér flýtingu og fullar efndir hagvaxtarauka sem koma átti til greiðslu þann 1. maí 2023.

Samhliða almennum launahækkunum hækka kauptaxtar og nýjar launatöflur taka gildi. Desember- og orlofsuppbætur taka hækkunum. Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. og orlofsuppbót verður 56.000 kr.

Markmið samninganna er að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggir undir stöðugleika og skapar forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma er það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum – fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta.

Nú taka við kynningar og atkvæðagreiðslur um samninginn en eftirfarandi landssambönd og aðildarfélög þeirra eiga aðild að samningnum:

VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Matvís, Rafiðnaðarsamband Íslands, GRAFÍA, Samiðn og VM.

KJARASAMNINGUR.2022

KYNNING Á KJARASAMNINGI GRAFÍU

YFIRLÝSING UM VERÐSTÖÐUGLEIKA

Collective agreement in English 2022

Collective agreement in Polish 2022

 

Til baka

Póstlisti