Fréttir

Vinnustaðanám í sumar

3 maí. 2021

Vinnustaðanám í sumar

IÐAN fræðslusetur tekur þátt í átaksverkefni stjórnvalda sem miðar að því að fjölga tækifærum fyrir iðnnema sem eru án námssamnings að komast í vinnustaðanám í sumar.

Markmiðið með átaksverkefninu er að hvetja fyrirtæki til að taka viðbótarnema og þar með fjölga nemum í vinnustaðanámi. Úrræði stjórnvalda er tímabundið og gildir frá 15. maí til 15. september 2021. Hverjum nema fylgir styrkur sem nemur launum skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags auk mótframlags í lífeyrissjóð. Fyrirtæki greiða önnur launatengd gjöld s.s. orlof, í sjúkrasjóð, tryggingagjald, orlofsheimilasjóð og Virk.

Þessa dagana er IÐAN að kanna áhuga hjá fyrirtækjum að taka þátt í þessu átaksverkefni. Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga að taka þátt þá er næsta skref að fylla út þetta form.

 

Til baka

Póstlisti