Viðhorfskönnun á vegum Hönnunarmiðstöðvar
11 apr. 2012
Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við 6 meistaranema í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík er að vinna stefnumótun fyrir HönnunarMars. Mikilvægur hluti skýrslugerðarinnar er að kanna viðhorf hönnuðanna sjálfra til HönnunarMars. Hönnunarmiðstöðin leitar því til hönnuða og biður þá um að svara könnun hér fyrir neðan fyrir 17. apríl, það tekur aðeins 5 mínútur á svara henni.
Vinsamlegast smellið á tengilinn hér að neðan til þess að svara könnuninni:
Könnun | HönnunarMars 2012<https://www.surveymonkey.com/s/ZW2XZT8>
Bestu kveðjur frá Hönnunarmiðstöð Íslands