Fréttir

Verulegur ávinningur af VIRK fyrir einstaklinginn og samfélagið

19 okt. 2014

Um 10 milljarða ávinningur af starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs á árinu 2013

Talnakönnun HF. kemst að þeirri niðurstöðu í nýútkominni skýrslu að starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs sé mjög arðbær. Um 10 milljarða ávinningur hafi verið af starfsemi VIRK árið 2013 sem skili sér til Tryggingarstofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins að ótöldum ábata hvers einstaklings.

VIRK fékk Talnakönnun HF. til að greina árangur og hagnað af starfsemi VIRK árið 2013 út frá ópersónugreinanlegum upplýsingum úr gagnagrunni VIRK auk þess að unnið var með upplýsingar lífeyrissjóða um meðallaun. Markmiðið var að finna mælikvarða á sparnað af starfsemi VIRK sem taki mið af raunverulegum árangri undanfarin ár, árangri sem felst í að flýta endurhæfingu, stytta tímabil óvinnufærni einstaklinga og minnka tíðni örorku.

Þrátt fyrir varfærar forsendur kemst Talnakönnun að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að starf VIRK sé mjög arðbært og um 10 milljarða króna ávinningur hafi verið af starfseminni árið 2013. Hagnaður lífeyrissjóða af starfi VIRK hafði numið nærri fimm milljörðum árið 2013, hagnaður Tryggingastofnunar hátt á fjórða milljarð króna og ríkið hafi fengið viðbótar skatttekjur upp á 1,5 milljarða króna. Ofan á þetta kemur svo bættur hagur einstaklinga, bæði fjárhagslegur auk þeirra lífsgæða sem felast í því að geta tekið þátt í samfélaginu.

Sjá nánar í frétt á virk.is 

Til baka

Póstlisti