Fréttir

Verslunarmannahelgin í Miðdal

8 sep. 2016

Árleg fjölskylduhátið GRAFÍU stéttarfélags og Miðdalsfélagsins var haldin laugardaginn 30. júlí í Miðdal. Fjöldi fólks kom saman í blíðskaparveðri og var þétt skipað á tjaldsvæðinu. Aðsókn var með mesta móti og gestir komu á svæðið frá miðvikudegi fyrir Verslunarmannahelgi. Keppt var í handboltaskotum, körfuhittni og minigolfi í tveimur aldursflokkum 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. Einnig var hoppukastali fyrir yngstu börnin, andlitsmálning, sápukúlur, buff og Candy flos í boði. Allir fengu svo kók og prins póló í lok hátíðar um daginn. Um kvöldið var brennan tendruð og tekið til við söng og gleði. Jakob Viðar Guðmundsson prentsmiður, prentari og trúbador spilaði undir söng. Mikill fjöldi var einnig á brennunni og tók undir með Jakobi. GRAFÍA þakkar félagsmönnum og gestum fyrir ánægjulega fjölskylduhátíð og fyrirmyndarumgengni á svæðinu. Einnig þökkum við öllum sem aðstoðuðu við hátíðina og hér má sjá myndir úr Miðdal sem teknar voru af Kjartani Björnssyni úr dróna. 

 

DJI_0070-small.jpg

DJI_0081-small.jpg

Til baka

Póstlisti