Fréttir

Verkfallsheimild Grafíu/FBM samþykkt með 69% atkvæða

1 jún. 2015

Kosningu um verkfallsboðun Grafíu/FBM vegna kjarasamnings Félags bókagerðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk kl. 10 í dag 1. júní.

Á kjörskrá voru 616, 345 kusu eða 56%. Já sögðu 238 eða 69%, nei sögðu 97 eða 28,1% og 10 tóku ekki afstöðu eða 2,9%.

Skv. niðurstöðunni var heimild til verkfallsboðunar samþykkt.

graf.v. verkfallsbod

Til baka

Póstlisti