Fréttir

Verkfall frá miðnætti 10. júní til miðnættis 16. júní

4 jún. 2015

Verkfall hefur verið boðað gagnvart Samtökum atvinnulífsins aðfaranótt 10. júní til miðnættis 16. júní n.k. náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ótímabundið verkfall hefst 24. ágúst n.k.

verkfallið nær til allra félagsmanna Grafíu/Félags bókagerðarmanna, stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við Samtök atvinnulífsins.

Verkfallið nær ekki til grafískra hönnuða sem starfa undir kjarasamningi félagsins við Samtök íslenskra auglýsingastofa/Félags atvinnurekenda.

Nánari upplýsingar vegna verkfalls má nálgast í Spurt og svarað hnappnum efst til hægri á vef félagsins www.fbm.is

 

 

Til baka

Póstlisti