Fréttir

Verðbólga lækkar hratt

3 mar. 2014

Verðbólga gengur nú hratt niður og mældist ársverðbólga í febrúarmánuði  2,1% að því er fram kemur í nýrri mælingu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Verðbólga hefur ekki verið lægri frá því í upphafi árs 2011. Milli janúar- og febrúarmánaðar hækkaði verðlag um 0,67% vegna hækkana á fötum og skóm í kjölfar útsöluloka auk hækkana á flugfargjöldum og eldsneyti.  Á móti vegur að verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði frá fyrra mánuði en lítið bólar þó á lækkun á innfluttum matvörum þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu undanfarna mánuði og yfirlýsingar forsvarsmanna matvöruverslana um lækkanir á vöruverði. Sjá nánar hér

Til baka

Póstlisti