Fréttir

Félagsmaður FBM vinnur til verðlauna

12 feb. 2010

Blær Guðmundsdóttir grafískur hönnuður og félagsmaður í FBM ásamt Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og Yesmine Olsson rithöfundi, unnu þriðju verðlaun í alþjóðlegu matreiðslubókakeppninni Gourmand sem haldin er í Frakklandi.

Bókin Framandi og freystandi 2 var valin þriðja besta matreiðslubók um asískan mat sem gefin var út í löndum utan Asíu árið 2009. Bókin var litgreind og prentuð í prentsmiðjunni Litróf.

Bókaútgáfan Brekka gaf bókina út.

Sjá nánar á heimasíðu keppninnar www.cookbookfair.com.

bok1

 

bok2

Til baka

Póstlisti