Fréttir

Verðlaunahafar á nýsveinahátíð IMFR 2016

9 feb. 2016

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík stendur árlega fyrir nýsveinahátið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi ásamt því að heiðursiðnaðarmaður ársins er valinn og honum veitt gullverðlaun. 24 nýsveinar fengu silfur- og bronsverðlaun á hátíðinni sem haldin var 6. febrúar s.l. Axel Fannar Friðriksson, grafísk miðlun/prentsmíð, hlaut silfurverðlaun og Margrét Lára Höskuldsdóttir,grafísk miðlun/prentsmíð, hlaut bronsverðlaun. GRAFÍA stéttarfélag óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hjalti Einarsson, vélvirkjameistari var valinn heiðursiðnaðarmaður ársins.

  DSC6216-fyrir vef

F.v. Hjörtur Guðnason, Elsa Haraldsdóttir, Axel Fannar Friðriksson, Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands, Auður Atladóttir og Guðmundur Ó. Eggertsson.

  DSC6202-fyrir vef

f.v. Hjörtur Guðnason, Elsa Haraldsdóttir, Margrét Lára Höskuldsdóttir, Stefanía Ósk Þórisdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands og Guðmundur Ó. Eggertsson.

Til baka

Póstlisti