Vatnsframkvæmdir í Miðdal.
12 jún. 2012
Nú standa til framkvæmdir á vatnsveitubúnaði í Miðdal fyrir ofan efra hverfi. Fara þarf með vinnuvél upp ána vegna framkvæmdanna. Nýr búnaður verður settur við upptöku vatnsins og tankur grafinn í jörðu með yfirfalli fyrir neðan upptök vatnsveitunnar. Að þessum tanki verður mun sverari leiðsla en nú er og á hún að „fæða“ leiðsluna sem fer úr tankinum og í hverfin mun betur en hefur verið. Þetta verður varanleg framkvæmd hvað varðar flæði vatns inn á þá leiðslu sem sett verður. Borið hefur á vatnsskorti í kerfinu við mikið álag. Ekki er hægt að útiloka að truflun í vatnsveitunni á meðan á framkvæmdum stendur.
Stjórnir Miðdalsfélagsins og Félags bókagerðarmanna.