Fréttir

Útskriftarsýning LHÍ

23 apr. 2013

Laugardaginn 20. apríl kl. 14:00 opnaði árleg útskriftarsýning Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.

Á sýningunni sýna 76 útskriftarnemendur myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna til að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt  með forvitni, áræði og framsækni að leiðarljósi.

Sýningastjóra spjall:

Sunnudaginn 28. apríl kl. 15:00
Myndlist, fatahönnun og arkitektúr

Sunnudaginn 5. maí kl. 15:00
Vöruhönnun og grafísk hönnun

Sýningin stendur til 5. maí og er opin daglega á opnunartíma safnsins, frá kl. 10:00- 17:00 og á fimmtudögum frá kl. 10:00- 20:00.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

Til baka

Póstlisti