Fréttir

Uppsagnir í Odda – Undir í samkeppni vegna sterks gengis

2 nóv. 2015

Eftirfarandi frétt birtist á Mbl. 2. nóvember 2015

Tólf starfs­mönn­um prent­smiðjunn­ar Odda hef­ur verið sagt upp í hagræðing­ar­skyni. Bald­ur Þor­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Odda, seg­ir aðgerðirn­ar hafa verið nauðsyn­leg­ar þar sem sam­drátt­ur hafi orðið á verk­efn­um miðað við áætlan­ir. Sam­keppni við er­lenda aðila hafi gengið illa vegna sterks geng­is krón­unn­ar.

Upp­sagn­irn­ar náðu til allra deilda fyr­ir­tæk­is­ins og misstu lag­er­starfs­menn, prent­ar­ar og sölu­menn vinn­una svo dæmi séu tek­in. Bald­ur seg­ir að fyr­ir­tækið keppi mikið við er­lenda aðila, bæði í umbúðum og prent­un bóka. Sú sam­keppni hafi ekki gengið vel á þessu ári þegar gengið sé svo sterkt.

„Þetta hef­ur verið svona á þessu áru meira eða minna. Við héld­um að haustið yrði betra sem er síðan ekki,“ seg­ir hann.

Bald­ur á ekki von á að gripið verði til frek­ari aðgerða af þessu tagi á næstu mánuðum. Það fari þó eft­ir því hvernig gangi að fá verk­efni.“

Staðfest er að meðal þeirra sem fengu uppsögn eru átta félagsmenn Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum.

Til baka

Póstlisti