Fréttir

Tryggvi K. Rúnarsson meistari í golfi 2016

6 ágú. 2016

Miðdalsmótið, golfmót Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal 6. ágúst. Veðurguðirnir léku við keppendur og skartaði Miðdalur sínu fegursta. 16 þátttakendur mættu til leiks.

Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf. Einnig var keppt í höggleik án forgjafar um Postillonbikarinn. Eftir kaffiveitingar var keppendum raðað á teiga og hófst mótið kl. 11.00 undir stjórn Eiríks Þorlákssonar dómara og Georgs Páls Skúlasonar. Allir þátttakendur fengu afhenta teiggjöf sem voru golfboltar og buff með merki Grafíu. 

Hvítlist var aðalstuðningsaðili mótsins sem og undanfarin ár en Fontana, gufubaðið á Laugarvatni og Héraðsskólinn á Laugarvatni gáfu einnig verðlaun. Færum við stuðningsaðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn.

 

verdlaunahafar-small.jpg

 

f.v. Sigurdór Stefánsson, Tryggvi K. Rúnarsson, Kristján Jónasson og Stefán Bjarnason Sigurðsson.

Tryggvi Kristinn Rúnarsson varð meistari Grafíu. Sigraði punktakeppnina með forgjöf á 30 punktum, í öðru sæti varð Kristján Jónasson með 24 punkta og í þriðja sæti varð Sigurdór Stefánsson með 23 punkta. Skv. reglum mótsins geta aðeins félagsmenn Grafíu hlotið verðlaun í punktakeppninni en gestir geta unnið önnur verðlaun.

Postillon bikarinn, fyrstu verðlaun án forgjafar vann Oddgeir Sæmundur Sæmundsson á 90 höggum, í öðru sæti varð Tryggvi Kristinn Rúnarsson einnig á 90 höggum en Oddgeir var með færri högg á seinni hring eða 44 högg en Tryggvi 45 högg og í þriðja sæti varð Stefán Bjarnason Sigurðsson á 91 höggi. 

Púttmeistari var Tryggvi Kristinn Rúnarsson með 27 pútt. Lengsta teighögg karla á 3./12. braut átti Oddgeir Sæmundur Sæmundsson.

Næst holu á 5./14. braut var Arnar Olsen Richardsson, 2,18 m.

Næst holu á 8./17. braut var Stefán Bjarnason Sigurðsson, 12,73 m. 

Auk þess var dregið úr skorkortum. Í mótslok, var boðið upp á léttar veitingar sem þátttakendur nutu eftir frábæran og skemmtilegan keppnisdag.

 

 

 

setningmots-small.jpg DSC00913-small.jpg

DSC00977-small.jpg

GeorgogArnar-small.jpg

F.v. Georg Páll Skúlason og Arnar Olsen Richardsson meistarinn frá 2015.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til baka

Póstlisti