Fréttir

Tjaldsvæðið í Miðdal sumarið 2011

18 maí. 2011

Tjaldsvæðið verður opnað föstudaginn 20. maí næstkomandi.

Í Miðdal er glæsilegt tjaldsvæði með góðu þjónustuhúsi með salernis- og sturtuaðstöðu. Gott leiksvæði er við tjaldsvæðið þar sem eru leiktæki fyrir börn; ærslabelgur, körfuboltavöllur og minigolf.

  • Félagsmenn greiða 1.200 kr. á tjald, pr. nótt gegn framvísun félagsskírteinis. Ef gist er á tjaldsvæðinu frá fimmtudegi til sunnudags eða föstudegi til mánudags er þriðja nóttin frí. Rafmagn kostar 500 kr. pr. nótt.

  • Félagsmönnum FBM er heimilt að taka með sér gesti á svæðið, ekki dugar að félagsmaður veiti utanaðkomandi leyfi til að tjalda ef að hann er ekki sjálfur á svæðinu. Utanfélagsaðilar greiða kr. 1.800 á tjald pr. nótt.

  • Eigendur tjaldvagna, felli- og hjólhýsa geta geymt þau á bílastæði við tjaldsvæðið á virkum dögum ef þeir ætla að koma aftur aðra helgi og greiða þá aðeins fyrir þær nætur sem að hýsið er inni á tjaldsvæðinu sjálfu.

  • FBM tekur enga ábyrgð á hýsunum sem geymd eru á bílastæðinu.

  • Hundahald er leyfilegt á tjaldsvæðinu, hundur skal vera í hæfilega löngu bandi (3 metrar) og eigandanum er gert skylt að þrífa upp eftir hundinn.

Brot á þessum reglum varðar brottrekstur af orlofssvæðinu.

Samkomutjald

FBM hefur 72fm samkomutjald til afnota í Miðdal. Kjörið tækifæri fyrir starfsmannafélög og aðra sem ætla að vera með hópa á tjaldstæðinu. Verð kr. 15.000 pr. sólarhring.

Til baka

Póstlisti