Fréttir

Tjaldsvæðið í Miðdal opnar 15. júní

15 jún. 2018

Tjaldsvæðið í Miðdal opnar föstudaginn 15. júní.

Verðskrá:

Félagsmenn greiða 1.400 kr. á tjald, pr. nótt gegn framvísun félagsskírteinis en gestir félagsmanna greiða kr. 2.300 á tjald pr. nótt.  Félagsmenn geta keypt klippikort 10 nætur á 10.000 kr.  Rafmagn kostar 600 kr. pr. nótt.

Félagsmönnum GRAFÍU er heimilt að taka með sér gesti á svæðið, ekki dugar að félagsmaður veiti utanaðkomandi leyfi til að tjalda ef að hann er ekki sjálfur á svæðinu.

Félagsmenn sem eiga  tjaldvagn, felli- og hjólhýsi geta staðsett hýsið á sérstökum stað á tjaldsvæðinu, í samráði við umsjónarmann, í allt að 12 vikur yfir sumarið. Verð 17.500 kr.

GOLFKORT á völl Dalbúa í Miðdal eru leigð hjá umsjónarmanni á tjaldsvæðinu fyrir félagsmenn GRAFÍU. Verð kr. 1.000,- kortið gildir fyrir tvo.

Til baka

Póstlisti