Fréttir

Tímarit FBM komin á timarit.is

4 des. 2013

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Félag bókagerðarmanna hafa gert með sér samning um að gera útgefið efni Félags bókagerðarmanna skv. neðangreindri upptalningu aðgengilegt á timarit.is.
 
Samningur þessi miðar að því að vinna stafrænar myndir af öllum útgefnum
heftum tímaritanna:
 
1. Bókbindarinn 1956–1975,
2. Fréttabréf HÍP og FBM 1977- 2012,
3. Kveldstjarnan 1886 [handskrifað og birt á handrit.is],
4. Prentarinn 1887–1889 [handskrifað og birt á handrit.is],
5. Prentarinn : blað Hins íslenzka prentarafélags 1910–1979 og blað Félags bókagerðarmanna 1980-2012
6. Prentneminn 1927–1929,
7. Prentneminn : málgagn Prentnemafélagsins 1941–2004,

Öll framtíðar eintök af Prentaranum og fréttabréfi FBM verða einnig vistuð á safninu. Jafnframt tekur Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn að sér að miðla endurgjaldslaust til almennings þeim
gögnum er til verða á grundvelli samningsins.

Til baka

Póstlisti