Fréttir

Þetta vilja börnin sjá!

19 jan. 2009

Sýningin hefur verið haldin árlega frá árinu 2002. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum. Myndskreytarnir keppa jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm.

Starfsfólk Gerðubergs og Borgarbókasafnsins býður 8 ára skólabörnum upp á spennandi dagskrá á sýningartímabilinu þar sem þau fá að skoða sýningarnar Þetta vilja börnin sjá! og Heyrðist eins og harpan væri að gráta og taka þátt í spennandi leikjum á bókasafninu. Sjá nánari upplýsingar um leiðsögnina…

33186ee074c7eef6c32fe780e24518af

Sýningin Þetta vilja börnin sjá! er farandsýning og er áhugasömum sýningaraðilum bent á að hafa samband við verkefnisstjóra listadeildar í Gerðubergi.

Þátttakendur í sýningunni í ár eru:

Ágúst Bjarnason • Áslaug Jónsdóttir • Bernd Ogrodnik • Birta Rós Sigurjónsdóttir • Björk Bjarkadóttir • Dagný Emma Magnúsdóttir • Daniel Pagan • Erla Sigurðardóttir • Eva Kristjánsdóttir • Freydís Kristjánsdóttir • Halla Sólveig Þorgeirsdóttir • Hjördís Inga Ólafsdóttir • Jean Antoine Posocco • Kristín Ragna Gunnarsdóttir • Kristín María Ingimarsdóttir • Lucas Monteban • Stephen Fairbairn • Milan Colovic • Natalie Coulam • Sigrún Eldjárn • R. Art Studio • Þórarinn Már Baldursson • Þórey Mjallhvít Heiðardóttir

Til baka

Póstlisti