Fréttir

Sýning Daniel Lismore í Hörpu

22 jún. 2018

Daniel Lismore er listamaður, fatahönnuður, stílisti, rithöfundur og baráttumaður, búsettur í London. Hann hefur verið nefndur sem sérviskulegasti klæddi maður Englands, og segist lifa sem list. Hann er þekktur fyrir íburðamikinn klæðnað, sem sameinar hátísku, hans eigin hönnun, notuð efni, fundna hluti, hringjabrynjur og skartgripi ólíkra menningarhópa. Daniel vinnur hörðum höndum við að setja upp listasýninguna „Be Yourself, Everyone Else is Already Taken“ í Hörpu. Listamaðurinn hefur skapað skúlptúra í fullri stærð, og er hver og einn skreyttur alklæðnaði sem Daniel hefur sjálfur klæðst á þýðingarmiklum augnablikum í lífi sínu. Hann hefur starfað sem creative director fyrir hátískurisann Sorapol og verið með sýningar hjá bæði Tate Modern og Tate Britain listasöfnunum.
Félagsmenn GRAFÍU fá sértilboð á sýninguna. Venjulegt miðaverð er 1.500kr en fyrir félagsmenn er miðaverðið 1.000kr. Miðasalan er á 5. hæð í anddyri sýningarsalarins. Það nægir að minnast á að þið séuð félagsmenn í félaginu ykkar í miðasölunni til að fá afsláttinn.

Til baka

Póstlisti