Fréttir

Sýning á myndskreyttum þjóðsögum opnar mánudaginn 14. febrúar kl. 16.

10 feb. 2011

Sýning á myndskreyttum þjóðsögum verður opnuð á Bókatorgi mánudaginn 14. febrúar kl. 16.

Sýndur verður afrakstur námskeiðs í frásagnarteikningu sem Iðan Fræðslusetur hélt fyrir félaga í Félagi Bókagerðarmanna. Leiðbeinandi var Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari.
Nemendur völdu hver sína þjóðsögu til myndskreytingar.

Auður Björnsdóttir – Skrúðsbóndinn og prestsdóttirin
Fríða Blöndal – Dansinn í Hruna
Gunnar Steinþórsson – „Malaðu hvorki malt né salt“
Ragnheiður Kristjánsdóttir – Presturinn og djákninn

Sýningin stendur 14.–20. febrúar
Safnið er opið:
Mánudaga – fimmtudaga 10–19
Föstudaga 11–18
Laugardaga og sunnudaga 13–17

Til baka

Póstlisti