Fréttir

Sumartími

28 jún. 2022

Skrifstofur Húss Fagfélaganna, þar með talið skrifstofa RSÍ, verða lokaðar frá 18.-29. júlí 2022 vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofurnar opna aftur þriðjudaginn 2. ágúst kl 8:00.

Kjaramál: Í neyðartilvikum er hægt að senda tölvupóst á benony@fagfelogin.is sé um kjaramál að ræða.

Orlofshús: Ef um er að ræða brýna aðstoð vegna orlofshúsamála vinsamlegast sendið tölvupóst á sigrun@fagfelogin.is. Varðandi almennar fyrirspurnir vegna útleigu á orlofshúsum vekjum við athygli á þeim upplýsingum sem fram koma í leigusamningi þar sem m.a. fá finna símanúmer umsjónarmanns.

Styrkir og sjúkradagpeningar: Umsóknir um styrki og sjúkradagpeninga þurfa að berast í síðasta lagi 11. júlí. Styrkir verða greiddir út föstudaginn 15. júlí og sjúkradagpeningar greiðast út föstudaginn 29. júlí. Umsóknir sem berast frá 12.-20. júlí verða greiddar út þriðjudaginn 9. ágúst.

Veiðikort og útilegukort: Síðasti dagur til að kaupa veiðikort og útilegukort á skrifstofu  fyrir sumarlokun er föstudagurinn 15. júlí.  Á meðan á lokun stendur er að sjálfsögðu hægt að kaupa kortin en þá þarf að senda þau í pósti. Vinsamlegast athugið að það ferli getur tekið nokkra daga.

Til baka

Póstlisti