Domusnova og Ingunn Björg lgf. kynna fallegt sumarhús efst í sumarhúsabyggð Miðdals rétt fyrir utan Laugarvatn.
Húsið er töluvert endurnýjað að sögn seljenda, rafmagn ( þriggja fasa rafmagn) , rafmagnskynding og vatnsinntak var endurnýjað fyrir ca tíu árum. Skólplagnir og rotþró endurnýjuð fyrir tveimur árum. Pallar í kringum húsið hafa að mestu verið endurnýjaðir. Stutt er síðan að reist var geymsluhús sem áfast er við pallinn.
Afar fallegt útsýni er frá húsinu. Stór girt lóð. Á lóðinni er mikill náttúrulegur trjágróður. Golfvöllur Dalbúa er í landi Miðdal. Á svæðinu er þjónustumiðstöð með sturtu, tjaldstæði, leiktækjum, minigolfi o.fl. Silungsveiði er í Skillandsá og í ósnum við Laugarvatn. Stutt er í verslun, þjónustu, sundlaug o.fl. á Laugarvatni. Merktir göngustígar eru um allt svæðið tilvalið fyrir skokk og útiveru. Aðkoma er góð eftir malbikuðum vegi að mestu sem er lokaður með læstu öryggishliði (opnað með fjarstýringu eða síma).