Fréttir

SL og Stafir sameinast í Birtu lífeyrissjóð

2 okt. 2016

Sjóðfélagar Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs samþykktu einróma og mótatkvæðalaust á aukaársfundum sínum í gær að sameina sjóðina. Í kjölfarið var haldinn stofnfundur nýja sjóðsins þar sem nafn hans var kynnt Birta lífeyrissjóður. Góð stemning var á báðum fundum og var sameiningin samþykkt með dynjandi lófataki. Það telst til tíðinda að svo stórir lífeyrissjóðir sameinist og sameinaðir verða þeir fjórði stærsti lífeyrissjóður landsmanna með yfir 18000 virka sjóðfélaga og hreina eign upp á um 310 milljarða króna.

Tíu manna stjórn Birtu var kynnt á stofnfundinum og á fundi hennar sem haldinn var strax og loknum stofnfundinum voru Þorbjörn Guðmundsson kjörinn stjórnarformaður og Anna Guðný Aradóttir varaformaður Birtu. Meðal fyrstu verkefna stjórnarinnar verður að ráða framkvæmdastjóra nýja lífeyrissjóðsins, finna sjóðnum húsnæði til framtíðar og undirbúa fyrstu skrefin að öðru leyti. Stefnt er að því að starfsemi í nafni Birtu lífeyrissjóðs hefjist fyrir lok ársins undir sama þaki.

Sjá ítarlegri frétt á www.lifeyrir.is https://lifeyrir.is/um-sjodinn/kynningarefni/frettasafn/frett/2016/09/30/Sameinadi-og-Stafir-sameinast-i-Birtu-lifeyrissjodi/

 

Til baka

Póstlisti