Fréttir

Skrifstofa FBM lokuð föstudaginn 26. apríl 2013

24 apr. 2013

Skrifstofa FBM verður lokuð föstudaginn 26. apríl næstkomandi sökum árshátíðar starfsmanna FBM. Þurfi félagsmenn að koma umsóknum eða öðru til skrifstofu þennan dag er mögulegt að setja slíkt í póstkassa við inngang að Stórhöfða 31, í umslagi merktu Félagi bókagerðarmanna. Jafnframt er rétt að benda á vefsíðu fbm þar sem meðal annars er hægt að leigja orlofshús og kaupa hina ýmsu miða og kort. Mögulegt er að senda tölvupóst á fbm@fbm.is komi einhver vandamál upp.
 
Skrifstofan verður opin eins og venjulega miðvikudaginn 24. apríl frá 9:00 til 16:00 og aftur mánudaginn 29. apríl frá kl. 9:00 til 16:00.
 
Er það von starfsmanna að lokun þessi komi sér ekki illa fyrir félagsmenn FBM.

Til baka

Póstlisti