Fréttir

Skrifað undir kjarasamning FBM/FGT og SÍA

25 mar. 2010

Skrifað var undir  nýjan kjarasamning FGT deildar Félags bókagerðarmanna við Samtök íslenskra auglýsingastofa hjá Ríkissáttarsemjara 24.mars. Samningarnir hafa verið lausir frá 1. janúar 2008 .

Samningaferlið við SÍA gekk afar hægt og illa. Það eru nokkrar ástæður fyrir því og sér í lagi vegna þess að framanaf reyndist erfitt að koma fulltrúum SÍA að samningaborðinu. Deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara 9. október 2008. Frá þeim tíma hefur efnahagshrunið haft mikil áhrif á gang viðræðna.

Á næstu dögum munu félagsmenn FGT fá senda heim atkvæðaseðla til að kjósa um samningana. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 15. apríl næst komandi.

Til baka

Póstlisti