Fréttir

Samtökum um kvennaathvarf veittur styrkur

30 des. 2011

Mánudaginn 19. desember veitti  Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík Samtökum um kvennaathvarf styrk að upphæð kr. 500.000.  Rekstrarstýra Kvennaathvarfsins veitti styrknum viðtöku og mun hann nýtast vel til frekari uppbyggingar barnastarfs í athvarfinu.

Kvennaathvarfið verður opið yfir hátíðirnar eins og aðra daga og veitir skjól konum og börnum þeirra sem ekki geta dvalið heima hjá sér vegna ofbeldis.  Einnig er svarað er í neyðarsímann í síma 5611205 allan sólarhringinn.

Aðventan hefur verið ánægjuleg og viðburðarrík í Kvennaathvarfinu og hefur hlýhugur í garð athvarfsins og íbúa þess verið áberandi sem aldrei fyrr. Góðvinir athvarfsins hafa bankað upp á með ýmsar gjafir og sjálfboðna þjónustu og góðar gjafir hafa borist frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. 

kvennaathvarf

F.h. Fulltrúaráðsins: Björn Ágúst Sigurjónsson formaður, Georg Páll Skúlason gjaldkeri og Þórlaug Jónsdóttir, rekstrarstýra Kvennaathvarfsins.

 

Til baka

Póstlisti