Fréttir

Samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki fyrir félagið

15 des. 2015

mynd-logosamkeppni

Grafía, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um einkennismerki fyrir félagið.

 

 

Félagið stendur nú á tímamótum þar eð nafninu var breytt nýverið úr Félagi bókagerðarmanna í Grafíu. Nafnabreyting félagsins kallar á nýtt merki. Samkeppnin er öllum opin en veitt verða ein verðlaun að upphæð 750.000 kr. fyrir bestu tillöguna. Samið verður sérstaklega við vinningshafa um frekari útfærslu.

Skilafrestur tillagna er til kl. 13, fimmtudaginn 14. janúar 2016.

 

Merkið

Merkið þarf að vera sterkt, endurspegla hlutverk félagsins eða hafa skírskotun í ólík starfssvið félagsmanna. Merkið verður notað á margvíslegan hátt í kynningarefni, prentað og rafrænt.

 

Verðlaunafé

Veitt verða ein verðlaun að upphæð 750.000 kr.
fyrir bestu tillöguna.

 

Umsóknarferli

Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í
Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík,
fyrir kl. 13, fimmtudaginn 14. janúar 2016. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því þarf rétt nafn hönnuðar, heimilisfang og sími að koma fram.

Tillögum skal skila útprentuðum á A4 blaði í lit (hámark 2 síður). Tillögur (pdf) skulu einnig fylgja með rafrænt. Úrslit samkeppninar verða tilkynnt á degi prentiðnaðarins í IÐUNNI föstudaginn 5. febrúar 2016. Ekki verður hægt að tryggja að keppendur fái tillögur sínar afhentar að keppni lokinni.

 

Dómnefnd

Halldór Þorsteinsson, grafískur hönnuður, tilnefndur af Grafíu

George Kristófer Young, prentsmiður, tilnefndur af Grafíu

Agga Jónsdóttir, grafískur hönnuður, tilnefnd af Hönnunarmiðstöð.

Einar Geir Ingvarsson, grafískur hönnuður, tilefndur af Hönnunarmiðstöð.

Edda V. Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, tilnefnd af Hönnunarmiðstöð.

 

Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum. 

 

Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á vefslóðinni www.honnunarmidstod.is.

 Fyrst birt á vef Grafíu 12. október 2015

 

Til baka

Póstlisti