Sameinaði lífeyrissjóðurinn flytur starfsemi sína
12 mar. 2014
Sameinaði lífeyrissjóðurinn flytur starfsemi sína úr Borgartúni í
Sundabogann, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík.
Við skipulag nýja húsnæðisins var haft að leiðarljósi að bæta aðstöðu til
þess að sinna þjónustu við sjóðfélaga og aðra sem eiga erindi við sjóðinn.
Ágætt aðgengi er að húsinu og næg bílastæði.
Skrifstofa sjóðsins verður lokuð föstudaginn 14. mars vegna flutninganna en
opnar mánudaginn 17. mars í nýju húsnæði á 5. hæð í Sundagörðum 2.
Verið velkomin í Sundabogann!
Starfsfólk Sameinaða lífeyrissjóðsins