Fréttir

Rúnar og Ísak sigruðu Bridgemót GRAFÍU 2016

14 nóv. 2016

 

Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson sigruðu tvímenningskeppni GRAFÍU sem haldin var sunnudaginn 13. nóvember s.l.

Sex pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands og einnig voru veitt bókaverðlaun.  

Í fyrsta sæti urðu Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson með 73 stig, í öðru sæti Sigurður Sigurjónsson og Guðni Ingvarsson með 68 stig og í þriðja sæti Sæmundur Árnason og Jón Ingi Ragnarsson með 61 stig. Spilastjóri var Rúnar Gunnarsson.

 

.Verdlaunahafar bridds2016

F.v. Guðni, Sigurður, Ísak Örn, Rúnar, Sæmundur og Jón Ingi

 

Briddsspil2016

f.v. Sveinn, Rúnar, Þórarinn og Ísak Örn.

Til baka

Póstlisti