Fréttir

Rafræn atkvæðagreiðsla um aðild GRAFÍU að RSÍ 1.-11. apríl. Kosningu lýkur kl. 12 fimmtudaginn 11. apríl.

1 apr. 2019

Ágæti félagsmaður

Á aðalfundi félagsins 11. apríl 2018 var stjórn og trúnaðarráði falið að hefja viðræður við Rafinðaðarsamband Íslands – RSÍ um aðild GRAFÍU að sambandinu. Meginástæður þess eru tvær.  Annars vegar sú mikla fækkun starfa sem hefur orðið í prentiðnaðinum, og þ.a.l. fækkun félagsmanna sem gerir erfiðara að viðhalda þeim réttindum sem stærri verkalýðsfélög bjóða félagsmönnum sínum. Starfandi félagsmenn GRAFÍU eru 721 í dag en heildarfjöldi félagsmanna eru 974. Og hins vegar þau tækifæri sem skapast sem hluti af stærra félagi til að sinna kjarnaverkefnum fyrir félagsmenn á sama tíma og sótt er fram t.d. með betri þjónustu og betri nýtingu fjármuna.

Í útsendum gögnum til allra félagsmanna er kynning á helstu atriðum sem aðild að RSÍ skilar félagsmönnum GRAFÍU og jafnframt fylgir samningur milli GRAFÍU og RSÍ um aðildina.

Stjórn og trúnaðarráð félagsins hvetur þig til að kynna þér málið og styðja aðild að RSÍ en við erum sannfærð um að það sé rétt skref inn í framtíðina til að treysta réttindi félagsmanna.

RSÍ með GRAFÍU innanborðs verður sterkasta iðnaðarmannasambandið með um 5.700 greiðandi félagsmenn.

Hér getur þú tekið þátt í rafrænni kosningu.

Hér eru leiðbeiningar um rafræna kosningu.

Til baka

Póstlisti