Fréttir

Prentstaður íslenskra bóka

7 des. 2005

mynd1Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem birtust í BókatíðindumFélags íslenskra bókaútgefenda 2005.

Heildarfjöldi bókatitla er 608 í bókatíðindunum í ár en var 651 árið 2004.
Könnunin sýnir að hlutfall prentunar innanlands hefur aukist um 1,5% milli ára en titlum hefur fækkað um 6,6%.

Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum. Eftirfarandi niðurstöður eru úr þeim samanburði: 
•Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 167; 56 (33,5%) prentaðar á Íslandi og 111 (66,5%) prentaðar erlendis.

•Skáldverk, íslensk og þýdd og ljóð, eru 162; 101 (62,3%) prentaðar á Íslandi og 61 (37,7%) prentaðar erlendis.
Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 173; 136 (78,6%) eru prentaðar á Íslandi og 37 (21,4%) prentaðar erlendis.
•Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 106; 70 (66%) prentaðar á Íslandi og 36 (34%) prentaðar erlendis. 

Frekari upplýsingar veita, Þorgerður Sigurðardóttir, formaður Bókasambands Íslands og Georg Páll Skúlason, Félagi bókagerðarmanna sími 552 8755.
Sjá nánar.

Til baka

Póstlisti