Fréttir

Prentmet fullvinnur allar tegundir bóka !

30 nóv. 2018

Vegna fréttaflutnings undanfarna daga vilja forráðamenn Prentmets leiðrétta þann misskilning að ekki sé hægt að endurprenta jólabækur hérlendis. Árið 2003 keypti Prentmet Félagsbókbandið Bókfell og samhliða því kom mikið af reynslumiklu starfsfólki til starfa hjá Prentmet.
Prentmet er í dag eina prentsmiðja landsins sem getur fullunnið harðspjaldabækur og getur framleitt allar gerðir bóka. Höfum í gegnum tíðina unnið með fremstu bókahönnuðum landsins í hefðbundinni og óhefðbundinni bókaframleiðslu.

Það er ósk okkar hjá Prentmet að fjölmiðlar leiðrétti þennan misskilning að ekki sé hægt að framleiða harðspjalda bækur á Íslandi.

Til baka

Póstlisti