Páskar 2014
6 feb. 2014
Um páskana 2014 (16.-.22. apríl) eru til leigu:
Hús 1, 2 og 7 í Miðdal – með heitum potti
1 hús í Ölfusborgum – með heitum potti
1 hús á Illugastöðum – með heitum potti
2 íbúðir á Akureyri – Furulundur 8P og 8T
Leigugjald fyrir hús 1, 2 og 7 í Miðdal er 21.500 kr. og
Ölfusborgum, Illugastöðum og Akureyri 19.000 kr.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á orlofsvef félagsins
www.orlof.is/fbm
Einnig er hægt að hringja á skrifstofu FBM eða senda tölvupóst á netfangið fbm@fbm.is
Leiðbeiningar með umsókn á vefnum:
Smellið á Páskaúthlutun 2014 í gráu stikunni, sláið inn kennitölu og lykilorð, við fyrstu innskráningu þá þarf að velja lykilorð og skrá netfang.
Veljið orlofshús eftir forgangi t.d. hús 1 í fyrsta val, hús 2 í annað val og svo framvegis. smellið á senda umsókn.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu félagsins
fyrir kl. 16.00 mánudaginn 17. febrúar n.k.
Úthlutunarkerfi orlofshúsa er tölvuvætt og mun punktainneign ráða úthlutun um páskana. Páskaleiga minnkar punktainneign um 12 punkta. Þeir sem fengið hafa úthlutað um páska þrjú síðastliðin ár eru ekki í forgangshópi.