Orlofsuppbót 2016 og sumarleyfi
26 apr. 2016
Samkvæmt kjarasamningi GRAFÍU-SA og GRAFÍU-SÍA kemur til greiðslu orlofsuppbótar 1. júní næst komandi. Upphæðin skal vera 44.500 kr. til þeirra sem unnið hafa fullt starf 01.05 2015-30.04 2016. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma.
Sumarleyfi samkvæmt kjarasamningi GRAFÍU-SA
Starfsfólk skal fá 25 virka daga í sumarleyfi með fullu kaupi, enda hafi það unnið í sama fyrirtæki í eitt ár samfl eytt.
Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki 28 dagar
Eftir 10 ár í iðninni 30 dagar
Starfsfólk, sem unnið hefur skemur en eitt ár í sama fyrirtæki, skal fá sumarleyfi með fullu kaupi að tiltölu við þann tíma, sem það hefur unnið.
Vetrarorlof
Óski starfsmaður með 9 ára starfsreynslu að taka vetrarorlof, þá geymast 5 dagar af sumarorlofi og verður þá vetrarorlof samtals 10 dagar. Óski starfsmaður með 10 ára starfsreynslu eða meira að taka vetrarorlof þá geymast 5 dagar af sumarorlofi og verður þá vetrarorlof samtals 10 dagar. Vetrarorlof skal veitt á tímabilinu 1. október til 1. maí. Vetrarorlof skal starfsmaður nota til að auka þekkingu sína.
Ósk um töku vetrarorlofs skal koma fram fyrir 1. maí ár hvert
Sumarleyfi samkvæmt kjarasamningi GRAFÍU – SÍA vegna grafískra hönnuða
Orlofsréttur þeirra sem eru með 1-3 ára starfsaldur er 24 dagar
4 ára starfsaldur 26 dagar
6 ára starfsaldur 27 dagar
9 ára starfsaldur 28 dagar
12 ára starfsaldur 29 dagar
Eftir 5 ár í sama fyrirtæki 28 dagar
Eftir 10 ár í sama fyrirtæki 30 dagar
Starfsfólk, sem unnið hefur skemur en eitt ár í sama fyrirtæki, skal fá
sumarleyfi með fullu kaupi að tiltölu við þann tíma, sem það hefur unnið.